
Húsið okkar við Norefjell
STAÐSETNING
Heimilisfang hússins er Ringnesveien 609, 3536 Noresund.
Húsið stendur við vatnið Krøderen nálægt kauptúninu Noresund. Þangað er um það bil 1 ½ klst. akstur frá Oslo eða um 90 km.
UMHVERFIÐ
Sveitasæla og fögur náttúra einkenna umhverfi hússins og er margt að skoða á svæðinu. Stærð og umhverfi hússins gerir það sérstaklega aðlaðandi fyrir fjölskyldur og hópa allt árið. Að sumarlagi er t.d. hægt að fara í gönguferðir um nálæg fjöll eða bátsferðir á vatninu og er að finna 18 holu golfvöll í aðeins um fimm mínútna akstursfjarlægð. Hægt er að fara með gamalli járnbrautarlest frá Krødern til Vikersund, fara í hestaferðir, heimsækja bjarndýragarð ofl. Við mælum með að skoða www.visitnorefjell.com fyrir frekari upplýsingar um svæðið.
Hið þekkta skíðasvæði Norefjell er nánast í göngufæri við húsið, frekari upplýsingar um skíðasvæðið er hægt að finna á www.norefjell.com.
Húsið
Á fyrstu hæð er anddyri með fatahengi, stór matsalur, stór stofa, vel búið eldhús með tveimur eldavélum, tveimur ísskápum (annar með frysti) og uppþvottavél.
Í kjallaranum er stór arinstofa með bluetooth hátalara, þurrkaðstaða, tvö salerni, gufubað og tvær sturtur.
Á annari hæð er eitt salerni og sex svefnherbergi með svefnplássum fyrir alls 30 manns plús þrjú barnarúm.
Herbergin eru misstór, bjóða þar með upp á mismunandi mörg svefnpláss. Öll herbergin skarta nöfnum íslenskra fjalla.
-
Snæfell er lítið herbergi sem býður upp á koju. Neðri kojan er 120 cm og sú efri er 80 cm. Í herberginu eru tvö-þrjú svefnpláss.
-
Katla er herbergi með 180 cm rúmi ásamt koju. Neðri kojan er 120 cm og sú efri er 80 cm. Í herberginu eru fimm svefnpláss.
-
Hekla er herbergi með 150 cm rúmi ásamt koju og eru bæði efri og neðri koja 80 cm. Í herberginu eru fjögur svefnpláss.
-
Esja er herbergi með 150 cm rúmi ásamt koju og eru bæði efri og neðri koja 80 cm. Í herberginu eru fjögur svefnpláss.
-
Baula er herberge með 150 cm rúmi og tveim kojum og eru allar kojurnar 80 cm. Í herberginu eru 6 svefnpláss.
-
Súlur er herbergi með fimm kojum. Kojurnar eru allar jafn stórar og öll rúm 80 cm. Í herberginu eru 10 svefnpláss.
Sængur, koddar og sængurföt fylgja ekki og eru ekki til staðar í húsinu.
Klósettpappír og sápur fylgja ekki en viskastykki og tuskur eru í húsinu.
Þvottavél er í kjallara.
Hægt er að hafa samband í norefjellhuset@hotmail.com
Munið að taka með
