top of page

Lög félagsins

Uppfært 9.maí 2022

1 grein. Nafn og markmið

Félagið heitir Íslendingafélagið í Osló og nágrenni.

Markmið þess er að efla samheldni og félagslíf, svo og að vinna að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna.
Ennfremur skal félagið stuðla að félagslegum og menningarlegum samskiptum Íslendinga og Norðmanna.

2 grein. Inntökuskilyrði & félagsgjöld

2.1

Allir Íslendingar makar þeirra og börn geta gengið í félagið. Aðrir sem sýna íslenskum málefnum áhuga geta sótt um inngöngu í félagið og þarf samþykki stjórnar fyrir inngöngu.

Stjórnin getur kjörið heiðursfélaga ef ástæða þykir til.

2.2

Árlegt félagsgjald er ákveðið á aðalfundi og reikningar fyrir árið sendir út fyrir 15. maí ár hvert. Félagar sem ekki greiða félagsgjöld falla sjálfkrafa af félagaskrá. Heiðursfélagar eru undanþegnir árgjaldi.

Fullgildir félagar sem greitt hafa árgjaldið hafa atkvæðarétt á aðalfundi.

3 grein. Aðalfundir 

3.1.

Aðalfund skal halda í mars eða apríl ár hvert. Aðalfundur er löglegur, sé til hans boðað með 4 vikna fyrirvara. Fundarboð skal birta á heimasíðu félagsins og samfélagsmiðlum þess.

Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í atkvæðagreiðslum og kjöri. Þó þarf samþykki tveggja þriðju hluta fundarmanna til breytinga á félagslögum. Allar tillögur um lagabreytingar verður að senda skriflega til stjórnar fyrir þrem vikum fyrir aðalfund ár hvert.

3.2.

Störf aðalfundar eru:

  1. Skýrsla fráfarandi stjórnar

  2. Skýrslur fasta nefnda

  3. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram

  4. Lagabreytingar

  5. Ársgjöld næsta árs ákveðin

  6. Stjórnarkjör samkvæmt gr. 4.1.

  7. Kjör í fastanefndir

  8. Tveir skoðunarmenn reikninga kjörnir

  9. Önnur mál

3.3.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikning félagsins skal setja upp samkvæmt góðum reikningsskilavenjum og leggja fram á aðalfundi, áritaða af kjörnum skoðunarmönnum. Kjörnir skoðunarmenn geta þó krafist þess að bókhaldsfyrirtæki / endurskoðandi fari yfir bókhaldið.
3.4.
Kjörgengi til stjórnar og fastanefnda félagsins er bundið við fullgilda félaga Íslendinga-félagsins.
Ekki er löglegt að kjósa til trúnaðarstarfa fyrir félagið fulltrúa sem ekki situr aðalfund, nema samþykki viðkomandi liggi fyrir.
Kosning til stjórnar og nefnda er leynileg, en sé einungis einn í kjöri, er viðkomandi sjálfkjörinn.

Grein 3.5

Atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hafa fullgildir félagar sem náð hafa 16 ára aldri á fundardegi. Einstaklingsgjald gefur eitt athvæði en fjölskyldugjald gefur 2 athvæði og verða báðir aðilar að vera til staðar á aðalfundi til að nýta bæði atkvæði. Einungis þeir sem eru til staðar á aðalfundi geta greitt athvæði.

3.6.

Stjórn boðar til aukaaðalfundar ef hún telur brýna ástæðu til, eða ef a.m.k. 30 félagar fara fram á það. Aukaaðalfund skal boða með sama hætti og venjulegan aðalfund.

4 grein. Stjórn og nefndir

4.1.

Stjórn félagsins skipa fimm fulltrúar:

Formann stjórnar skal kjósa sérstaklega og til tveggja ára í senn. Aðra stjórnarmenn skal einnig kjósa til tveggja ára í senn.

Kjósa skal þrjá varafulltrúa til tveggja ára í senn, og skal kosning þeirra vera í töluröð.
Haga skal kjöri stjórnar þannig að eigi gangi fleiri en þrír fulltrúar úr stjórn í einu, og er þá heimilt að kjósa hluta stjórnar til eins árs til að tryggja þá reglu.
Stjórnarfundir skulu haldnir reglulega og vera opnir til áheyrnar öllum félagsmönnum. Stjórninni er þó heimilt að funda fyrir luktum dyrum, ef brýnar ástæður eru til.

4.2.

Félagið starfrækir þrjár fastanefndir, er fara hver með sinn þátt félagsstarfseminnar.
Fastanefndirnar eru Húsnefnd, Heimasíðu og Samfélagsmiðlanefnd og Skemmtinefnd. Heimilt er að skipa fleiri nefndir ef þörf er á til að sinna ákveðnum verkefnum.

Aðalfundur kýs fulltrúa í nefndir, og skulu vera þrír til fimm fulltrúar vera í hverri nefnd. Formenn nefnda skulu kosnir sérstaklega.
Nefndir velja sér samstarfsmenn eftir þörfum hverju sinni.
Formenn fastanefnda skulu boðaðir til stjórnarfunda eftir þörfum og sitja þá með málfrelsi og tillögurétti,

4.3.

Stjórnin fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda. Hún gerir fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og leggur fram á aðalfundi. Á stjórnarfundum ræður einfaldur meirihluti. Ef atkvæði eru jöfn ræður atkvæði formanns úrslitum.
Í fjarveru formanns gegnir varaformaður störfum hans.

4.4.

Húsnefnd hefur umsjón með rekstri Íslendingahússins við Norefjell.

Skemmtinefnd sér um skemmtanahald og aðra menningarstarfsemi á vegum félagsins.

Samfélagsmiðlanefnd sér um uppfærslu og utanumhald samfélgsmiðla

Nefndum er heimilt að starfa saman eða sameinast ef það hentar starfsemi félagsins.

5 grein. Sjóðir

Sjóðir félagsins eru í vörslu gjaldkera, sem jafnframt annast öll fjármál félagsins og er prókúruhafi þess, ásamt formanni. Gjaldkera er heimilt að fá öðrum prókúru eða umsýslu fjármuna ef meirihluti stjórnar er því samþykkur.

6 grein. Fasteignir

Fasteignir félagsins verða hvorki seldar né veðsettar, nema til komi samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi, enda hafi tillaga um slíka ráðstöfun verið birt með fundarboði.

7 grein. Félagsslit

Félagið verður því aðeins lagt niður að minnst þrír fjórðu hlutar fundarmanna á tveim aðalfundum í röð samþykki tillögu þar að lútandi.

Síðari fundinn skal boða strax og halda innan fjögurra vikna frá fyrri aðalfundi.
Ef tillaga um félagsslit er einnig samþykkt á seinni aðalfundi, fær Sendiráð Íslands í Osló eignir félagsins til varðveislu, uns nýtt félag með sama markmiði hefur verið stofnað.

bottom of page