Húsreglur
BÓKANIR/REGLUR:
Koma og brottför er kl: 14.00
Hægt er að leigja allt húsið, stök herbergi eða svefnpláss í kojum
Um jól og áramót skulu leiguskipti vera 27.desember.
Eftirfarandi tímabil er eingöngu hægt að leigja stök herbergi og svefnpláss en ekki allt húsið.
-
Vetrarfrí og helgar fyrir og eftir.
-
Páskafrí frá föstudegi fyrir pálmasunnudag t.o.m. annars í páskum.
Einungis húsnefnd getur tekið ákvörðun um að leigja allt húsið áðurnefnd tímabil.
Eftirfarandi reglur gilda um leigu á húsinu (reglur hanga uppi í húsinu):
-
Reykingar eru stranglega bannaðar í húsinu.
-
Húsinu skal skilað hreinu og leigutaki er ábyrgur fyrir þrifum og að húsreglum sé fylgt. Verði misbrestur á þessu áskilur Íslendingafélagið í Oslo sér rétt til að krefja leigutaka um greiðslu sem nemur þeim kostnaði sem skortur á þrifum hefur í för með sér fyrir félagið.
-
Við brottför skal alltaf loka fyrir vatn, stilla ofna og varmapumpu eins og leiðbeiningar sem hanga uppi í húsinu segja til um.
-
Leyfilegt er að hafa hunda í húsinu þegar allt húsið er bókað eða ef allir sem eiga bókað eru samþykkir hundinum. Þeir mega ekki vera í betri stofunni eða uppi í rúmum, öll svæði sem hundurinn hefur verið á skulu vera sérstaklega vel þrifin fyrir brottför.
Húsið á að vera tilbúið fyrir næsta leigjanda kl: 14.00 á brottfaradegi. Hægt er að hafa samband við húsnefnd á norefjellhuset@hotmail.com ef óskað er eftir að fá að koma fyrr eða skila seinna, því miður er ekki alltaf hægt að verða við þeirri ósk, fer m.a. eftir aðsókn í húsið.
Þegar bókað er:
-
Tilgreina fjölda gesta þegar svefnpláss eru bókuð.
-
Taka skal fram hvort um félagsmann er að ræða eður ei. Til að geta leigt húsið á verði fyrir félagsmenn, þarf að hafa verið skráður félagi í minnst tvo mánuði og að hafa greitt árgjaldið.
-
Reikningur er sendur á uppgefið tölvupóstfang leigutaka.
-
Bókun er ekki staðfest fyrr en greiðsla hefur borist.
-
Greiðsla skal berast í síðasta lagi þremur vikum eftir bókun.
-
Reikningur skal alltaf vera greiddur er leiga hefst.
-
Sá/sú sem er skráð fyrir bókuninni er ábyrgur fyrir greiðslu og ber persónulega fulla ábyrgð á húsinu. Berist greiðsla ekki innan setts tíma fellur pöntunin niður.
-
Kóðar fyrir lása á útihurð og herbergjum eru sendir fyrir komu í húsið.