top of page

Vinnuhelgi í húsinu við Norefjell

Updated: Sep 18




Nú fer að líða að vinnuferð í hús Íslendingafélagsins. Farið er tvisvar á ári í vinnuferðir, að vori og að hausti, til að viðhalda þessu fallega húsi og sjá til þess að fólk geti áfram notið þess að dvelja í húsinu. Það eru mörg verkefni sem bíða og því viljum við hvetja alla þá sem geta og vilja að leggja hönd á plóg og hjálpa til við að passa upp á þessa frábæru eign félagsins. Þó svo verkin séu mörg er líka passað upp á að fólk njóti þess að dvelja í húsinu og það er margt skemmtilegt sem fer fram þessa daga. Hvað segir þú um að skella þér í vinnugallann og koma með!


Hafir þú áhuga hafðu endilega samband við Sólveigu formann húsnefndar til að staðfesta komu þína. Hægt er að senda henni tölvupóst á norefjellhuset@hotmail.com eða á messenger á Facebook síðu hússins.


Ekki missa af þessu tækifæri til að tengjast húsinu, fólkinu og náttúrunni.


34 views0 comments
bottom of page