top of page

Ný stjórn tekur til starfa eftir auka aðalfund félagsins

Updated: Sep 18, 2023

Þann 16. ágúst síðastliðinn var kallað til auka aðalfundar vegna vantrausyfirlýsinu sem lögð var fram á hendur formanni félagsins. Á fundinum var sett vantrausttillaga á formann, tillögunni var vísað frá með frávísunartillögu og greinilegur stuðningur var í garð formanns og stjórnar á fundinum. Á fundinn mættu alls 34 félagsmenn og fór fundurinn almennt vel fram.

Nýir varamenn voru kjörnir í stjórn þar sem þrír stjórnarmenn ákváðu að ganga úr stjórn fyrr í sumar. Við viljum nýta tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir sín störf fyrir stjórnina og félagið í heild.

Nýja stjórn skipa: Eyja Líf Sævarsdóttir formaður félagsins, Freydís Heiðarsdóttir varaformaður, Kristín Ásta Jónsdóttir gjaldkeri, Myriam Marti Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Rósa Dröfn Guðgeirsdóttir ritari, Ásmundur Helgi Steindórsson varamaður, Bergur Ólafsson varamaður og Þórdís Höskuldsdóttir varamaður.

119 views0 comments

Comentarios


bottom of page