top of page

Isdager

Updated: Sep 26


Dagana 19.-21. Október verður haldin íslensk menningarhátíð í Osló. Hugsunin á bak við hátíðina er að þakka fyrir þá gestrisni sem Íslendingum hefur verið sýnt í gegnum árin. Í tilefni af Isdager ætlar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, að heimsækja Íslendingafélagið til Oslóar og opna hátíðina. Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá framundan, eitthvað fyrir alla!

Fimmtudaginn 19. október er formleg opnun listasýningar Í gamla Munh safninun. Opnunin er einungis opin fyrir boðsgesti en sýningin er opin 16.-22 október. Listaverkin eru unnin af níu íslenskum, norskum og samískum konum. Nánari upplýsingar má nálgast hér https://www.isdager.no/islandsk-kunst Aðgangur ókeypis!

Föstudaginn 20. október verða stórtónleikar í Gamle Logen og hefjast kl 19. Á tónleikunum koma fram norskir og íslenskir ópuerusöngvarar og klassískir tónlistamenn. Þar má nefna Dísellu Lárusdóttur sopran, Dóru S. Ármannsdóttur mezzosopran, Einar Stefánsson baryton og Kolbein Ketilsson tenor, svo einhverjir séu nefnt. Miða má nálagst hér https://www.deltager.no/register/Frabytilmetropol#/

Laugardaginn 21. október verðum við með bókmenntahátíð í Literaturhuset sem hefst kl 16. Fram koma meðal annars, Jón Kalman Stefánsson, Hallgrímur Helgason, Auður Ava Ólafsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Halldór Guðmundsson. Nánari upplýsingar og miðasölu má nálgast hér https://www.isdager.no/litteratur

Laugardaginn 21. október kl 13-15:30 verður barnamenningarhátíð í gamla Munch safninu. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir mun vera með listasmiðjur fyrir börn á öllum aldri. Það verða tíu listastöðvar með leikjum, þrautum, málningu og fleira. Hér fá börnin tækifæri til að skapa, skemmta sér og kynnast öðrum börnum. Aðgangur ókeypis!www.isdager.no.

Við hlökkum til að fagna 100 ára afmælinu okkar með ykkur!

43 views0 comments
bottom of page